Upptökur frá SFF-deginum komnar á vefinn

SFF dagur Samtaka fjármálafyrirtækja var haldinn 12. maí sl. undir yfirskriftinni Með traust að leiðarljósi. Ræðumenn á ráðstefnunni voru Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra, Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar, Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Lilja Ólafsdóttir formaður stjórnar FME, og Birna Einarsdóttir, formaður SFF. Ráðstefnustjóri var Margrét Kristmannsdóttir formaður SVÞ. Upptökur af erindum ræðumanna má nú nálgast á vef SFF.

Upptökur af ræðum ásamt glærusettum frá ráðstefnunni má nálgast hér

Ársrit SFF 2010 - Með traust að leiðarljósi - má nálgast hér