Upptökur frá aðalfundi SA komnar á vefinn

Upptökur af erindum ræðumanna á aðalfundi SA 2008 sem fram fór í Hafnarhúsinu 18. apríl eru nú aðgengilegar hér á vef SA. Yfirskrift fundarins var Út úr umrótinu - inn í framtíðina. Hægt er að horfa á ræður Ingimundar Sigurpálssonar, fyrrverandi formanns SA, Geirs H. Haarde forsætisráðherra, Kristínar Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra Gaums, Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðumanns greiningardeildar Landsbankans og Ólafar Nordal, alþingismanns, auk ávarps Þórs Sigfússonar nýs formanns SA en hann sleit aðalfundinum eftir að hafa verið kjörinn formaður samtakanna með 94% greiddra atkvæða.

Smellið á nöfn ræðumanna til að horfa:

(Til að horfa þarf Windows Media Player)

Ingimundur Sigurpálsson

Geir H. Haarde

Kristín Jóhannesdóttir

Edda Rós Karlsdóttir

Ólöf Nordal

Þór Sigfússon