Upptaka frá Menntadegi atvinnulífsins 2014 (1)
Heimurinn borgar þér ekki fyrir það sem þú veist, heldur fyrir það sem þú gerir á grundvelli þess sem þú veist. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem Dr. Andreas Schleicher yfirmaður menntamála hjá OECD ræddi á Menntadegi atvinnulífsins í vikunni. Upptaka frá deginum er nú aðgengileg á vefnum en Dr. Schleicher segist bjartsýnn á að íslenskt menntakerfi geti orðið eitt það besta á heimsvísu. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu var í kastljósinu á menntadeginum.
Hægt er að horfa á erindi frummælenda hér að neðan ásamt því að nálgast glærur þeirra. Um 300 manns úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfi tóku þátt í menntadeginum á Hilton Reykjavík Nordica auk þeirra fjölmörgu sem fylgdust með dagskránni í beinni útsendingu. SAF, SI, SVÞ, SF, SFF, LÍÚ, Samorka og Samtök atvinnulífsins stóðu að deginum. Þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar ólíkra atvinnugreina halda sameiginlegan menntadag.
Setning
Margrét Kristmannsdóttir, varaformaður Samtaka atvinnulífsins og Eggert Benedikt Guðmundsson ráðstefnustjóri.

Svo lengi lærir sem lifir
Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.

Frá handahófskenndri fræðslu til faglegrar fræðslustefnu
Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor.
Samspil fyrirtækja og menntakerfis
Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs.

Mikilvægi iðn- og tæknimenntunar
Bolli Árnason, framkvæmdastjóri Meitils og GT Tækni.
Hvað vill unga fólkið og hvers vegna?Niðurstöður nýrrar rannsóknar meðal framhaldsskólanema.
Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir.

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2014
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin.
Menntasproti ársins: Nordic Visitor
Menntafyrirtæki ársins: Samskip
Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í Menntadegi atvinnulífsins.

Öll erindi frá Menntadeginum má nálgast á Vimeo
Allar tilnefningar til Menntaverðlauna atvinnulífsins eru líka á Vimeo
