Upptaka frá kappræðum stjórnmálaflokkanna í Hörpu

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efndu til opins umræðufundar um atvinnulífið og stefnu flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 2016 í Hörpu þriðjudaginn 18. október. Hver bakar þjóðarkökuna? var yfirskrift fundarins en hátt í 2.000 manns fylgdust með umræðunum í Norðurljósasal Hörpu og beinni útsendingu á netinu.

undefined

Fulltrúar stjórmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi eða hafa mælst með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum tóku þátt: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, Smári McCarthy, frambjóðandi Pírata og Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar.

undefined

Umræðurnar voru bæði málefnalegar og upplýsandi þó svo að stundum hafi þær verið við suðumark. Deilt var um bestu leiðirnar til að bæta lífskjör á Íslandi, hvort það eigi að hækka eða lækka skatta, himinhá kosningaloforð, ESB, Brexit, starfsumhverfi fyrirtækja og framtíðina. Stjórnandi umræðna var Kristján Kristjánsson, fréttamaður.

undefined

Kveiktu á Sjónvarpi atvinnulífsins og horfðu!

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands þakka frambjóðendum fyrir uppbyggilegar umræður, gestum í Hörpu fyrir komuna og áhorfendum fyrir að fylgjast með.

undefined

Myndirnar tók Birgir Ísleifur Gunnarsson.

undefined