Upptaka af erindi Quentin Peel á vef SA

Á vef SA er nú hægt að horfa á ræðu Quentin Peel, ritstjóra alþjóðamála hjá Financial Times, sem hann flutti á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Peel kom víða við og ræddi meðal annars um þróun efnahagsmála á Íslandi og sagði enga hættu á að Ísland yrði „annað Taíland eða Indónesía“ í efnahagssamdrætti enda um að ræða opið hagkerfi með skýru regluverki. Íslendingar yrðu hins vegar að gera ráð fyrir einhverju tímabili minni hagvaxtar en verið hefði og sagði Íslendinga eiga að vera vana því að sigla í ólgusjó. Horfa á Quentin Peel.