Uppselt á Virkjum fjármagn kvenna (1)

Á fjórða hundrað þátttakendur sitja nú námstefnuna Virkjum fjármagn kvenna  sem stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica. Karin Forseke, fyrsta kona heims til að stýra fjárfestingarbanka, er nú að ræða um mikilvægi þess að konur hasli sér völl innan fjármálageirans. Einnig um tækifæri og möguleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja.