Upplýsingavefur á ensku um efnahagsástandið á Íslandi

Stjórnvöld hafa sett á fót upplýsingavef á ensku vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Þar verða aðgengilegar upplýsingar um viðbrögð við því ástandi sem skapast hefur og aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til. Markmiðið er að á vefnum geti fólk fengið heildstæðar upplýsingar á ensku um efnahagsvandann og úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Vefinn má finna á eftirfarandi slóð:

http://www.iceland.org/info

Vilji fyrirtæki eða samtök vísa á vefinn af sínum heimasíðum má nálgast nánari upplýsingar hér:

http://iceland.org/info/press/link/