Uppfærum Ísland.is

Nýr vefur fyrir hugmyndir hefur verið opnaður á www.uppfaerumisland.is. Hugmyndin að vefnum er einföld en hann er vettvangur fyrir fólk sem hefur hugmyndir og tillögur að því hvernig hægt er að uppfæra Ísland - gera það að betri stað til að búa á. Tilgangurinn með honum er ekki að finna "bestu" hugmyndina, eina stóra töfralausn sem breytir öllu til hins betra á einu bretti. Markmiðið er frekar að draga fram sem flestar litlar hugmyndir sem bæði eru áþreifanlegar og framkvæmanlegar. Hugmyndir sem hægt er að tala um, meta og gera eitthvað úr.

Að benda á tækifæri sem eru til staðar er líklegra til árangurs en að einblína á vandamál sem nóg er af! Vertu með og taktu þátt í að uppfæra Ísland! Íslenskt samfélag er eins og Ísland sjálft - enn í mótun - og allir geta tekið þátt í að færa það til betri vegar.

www.uppfaerumisland.is

Uppfærum Ísland er verkefni á vegum Samtaka atvinnulífsins í tengslum við aðalfund SA þann 18. apríl 2012. Lestu meira vef SA.