Uppfærum Ísland: Aðalfundur SA 18. apríl 2012

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2012 fer fram á Hótel Nordica miðvikudaginn 18. apríl kl. 13-16, á síðasta degi vetrar. Yfirskrift fundarins er Uppfærum Ísland en meðal ræðumanna verður Christoffer Taxell, fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands og forystumaður í finnsku atvinnulífi. Hópur stjórnenda mun ræða um hvernig uppfæra má Ísland og lagðar verða fram tillögur þess efnis í nýju riti Samtaka atvinnulífsins. Takið því daginn frá, skráið ykkur til leiks og uppfærið dagbókina. Í lok fundar kveðjum við veturinn, spjöllum saman og fögnum sumri.

Uppfærum Ísland!Venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 13 í sal H á 2. hæð.

Opin dagskrá hefst kl. 14 í aðalsal Nordica.


Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.


SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG