Uppbygging efnahags- og atvinnulífsins rædd á Iðnþingi í dag

Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Grand Hótel Reykjavík í dag. Opin dagskrá hefst kl. 13.00 en yfirskrift þingsins er Vilji til vaxtar - Mótum eigin framtíð. Á þinginu verður uppbygging efnahags- og atvinnulífsins til umræðu. Ávarp flytja Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Erindi flytja Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.

Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður þar sem þátt taka: Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Fundarlok kl. 16:00.

Sjá nánar á vef SI