Vinnumarkaður - 

01. nóvember 2013

Ungar konur og karlar hafa jafnan áhuga á að stofna eigið fyrirtæki

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ungar konur og karlar hafa jafnan áhuga á að stofna eigið fyrirtæki

Nýleg könnun Capacent fyrir Samtök atvinnulífsins leiðir í ljós að tæpur helmingur fólks á aldrinum 18-24 ára hefur mikinn eða nokkurn áhuga á að stofna eigið fyrirtæki. Ekki er marktækur munur á svörum fólks milli kynja í þessum aldurshópi sem sætir nokkrum tíðindum því ef horft er til allra aldurshópa þá vilja 49% karla stofna eigið fyrirtæki en aðeins þriðjungur kvenna. Þetta vekur upp spurningar um hvort framundan séu breyttir tímar í atvinnulífinu og á íslenskum vinnumarkaði sem er mjög kynskiptur. T.d. hafa 37% karla stofnað eigið fyrirtæki til þessa, en aðeins 21% kvenna skv. sömu könnun.

Nýleg könnun Capacent fyrir Samtök atvinnulífsins leiðir í ljós að tæpur helmingur fólks á aldrinum 18-24 ára hefur mikinn eða nokkurn áhuga á að stofna eigið fyrirtæki. Ekki er marktækur munur á svörum fólks milli kynja í þessum aldurshópi sem sætir nokkrum tíðindum því ef horft er til allra aldurshópa þá vilja 49% karla stofna eigið fyrirtæki en aðeins þriðjungur kvenna. Þetta vekur upp spurningar um hvort framundan séu breyttir tímar í atvinnulífinu og á íslenskum vinnumarkaði sem er mjög kynskiptur. T.d. hafa 37% karla stofnað eigið fyrirtæki til þessa, en aðeins 21% kvenna skv. sömu könnun.

Í könnun Capacent var spurt um hvort fólk hefði mikinn, nokkurn, lítinn eða engan áhuga á að stofna eigið fyrirtæki. Þegar svörin eru brotin niður eftir aldri  voru ungir karlar meira afgerandi í svörum sínum, af eða á, en ungar konur. Ef það er t.d. einblínt á þá sem hafa mikinn áhuga á að stofna eigið fyrirtæki í aldurshópnum 18-24 ára kemur í ljós að fleiri karlar en konur hafa mikinn áhuga á að stofna eigið fyrirtæki eða 21% karla á móti 14,5% kvenna. Fleiri karlar en konur á aldrinum 18-24 ára segjast jafnframt hafa engan áhuga á að stofna fyrirtæki, 28% karla á móti 16,9% kvenna.

Smelltu til að stækka

Um könnunina:

Könnun Capacent var unnin fyrir Samtök atvinnulífsins, dagana 19.-30. september 2013 fyrir Smáþing. Um var að ræða netkönnun. Í úrtaki voru 1450 manns á landinu öllu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 844 og svarhlutfall því 58,2%.

Samtök atvinnulífsins