Umræðufundur um Ísland og ESB

Þann 31. janúar fer fram á Hótel Loftleiðum umræðufundur um Ísland og Evrópusambandið. Frummælendur eru Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Michael Emerson, sérfræðingur frá Center for European Policy Studies, en hann hefur m.a. sérhæft sig í málefnum sem tengjast stækkun ESB, Katrín Júlíusdóttir, formaður þingmannanefndar EES og Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans.

Fundurinn stendur frá kl. 13:30-17:00 og er opinn fulltrúum í stjórn SA og aðildarsamtaka SA auk starfsmanna samtakanna.

Þátttaka tilkynnist á jonina@sa.is