Umhverfisviðurkenning - beiðni um tilnefningar
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki til að hljóta umhverfis-viðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir árið 2001. Tilnefningar berist eigi síðar en 12. apríl, með stuttri greinargerð.
Þau fyrirtæki sem fram til þessa hafa hlotið umhverfisviðurkenningu
umhverfisráðuneytisins eru:
1994 Gámaþjónustan hf, Kjötumboðið Goði hf og
Umbúðamiðstöðin
1995 Prentsmiðja Morgunblaðsins
1996 Fiskvinnsla KEA í Hrísey
1997 Haraldur Böðvarsson hf
1998 Olíufélagið hf
1999 Borgarplast hf
2000 Ísal
Tillögur skulu hafa borist umhverfisráðuneytinu, Vonarstræti 4, 150 Reykjavík, eigi síðar en 11. apríl nk., merkt "Umhverfisviðurkenning 2001," eða með tölvupósti til postur@umh.stjr.is