Umhverfisverðlaun Reykjavíkurborgar – tilnefningar?

Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2004, sem veitt er fyrirtæki eða stofnun sem leitast við að haga rekstri sínum eða einstökum rekstrarþáttum í samræmi við grunnregluna um sjálfbæra þróun. Tilnefningum ber að skila Umhverfis- og heilbrigðisstofu eigi síðar en 15. maí 2004. Sjá nánar á vef stofunnar.