Umhverfishópur SA fundar á fimmtudag

Umhverfishópur Samtaka atvinnulífsins kemur saman  til fundar fimmtudaginn 3. september nk. í Húsi atvinnulífsins. Ingimar Sigurðsson, fulltrúi umhverfisráðuneytisins í Brussel, er gestur fundarins og fjallar almennt um það sem efst er á baugi í umhverfis- og loftslagsmálum í Brussel.

Ingimar mun einnig fjalla um breytingar á viðskiptakerfi ESB með útstreymisheimildir og innleiðingu þeirra í EES-samninginn. Þá mun hann fjalla um reglur um endurnýjanlega orku og segja frá því í grófum dráttum hvaða áhrif hugsanleg aðild Íslands að ESB myndi hafa á mál sem tengjast umhverfi og auðlindum.

Umhverfishópur SA er opinn félagsmönnum samtakanna, en áhugasamir tilkynni þátttöku með því að senda tölvupóst á Pétur Reimarsson, forstöðumann hjá SA, á netfangið: petur@sa.is.

Fundurinn fer fram í Borgartúni 35 á 6. hæð kl. 14-16.