Umhverfishópur SA fundar 29. apríl

Umhverfishópur SA efnir til fundar miðvikudaginn 29. apríl nk. kl.13 í Húsi atvinnulífsins. Umræðuefni fundarins er staðan í loftslagsmálum og alþjóðlegum samningaviðræðum. Á fundinn kemur Þórir Ibsen, sendiherra og formaður íslensku samninganefndarinnar gagnvart loftslagssamningi SÞ og gerir grein fyrir stöðu mál og horfunum framundan.

Þátttaka í umhverishópi SA er opin starfsmönnum aðildarfyrirtækja SA en áhugasamir geta haft samband við Pétur Reimarsson hjá SA, petur@sa.is.