Umhverfisdagur atvinnulífsins 2019 - upptökur

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn hátíðlegur þann 9. október í Hörpu. Upptökur frá deginum eru nú aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins hér á vef SA ásamt svipmyndum.

Umhverfisdagur atvinnulífsins er árlegur viðburður en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti þau. Umhverfisfyrirtæki ársins er Brim en Krónan á framtak ársins á sviði umhverfismála. Í valnefnd sátu Ragna Sara Jónsdóttir, formaður dómnefndar, Bryndís Skúladóttir og Sigurður M. Harðarson.

Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku stýrði fundi. Fyrri hluta dagskrár var streymt í beinni útsendingu og upptökur frá því er að finna hér að neðan. Seinni hluta dagskrár var ekki streymt en þar voru m.a. sagðar fjölmargar hvetjandi sögur af fyrirtækjum. 

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í Umhverfisdegi atvinnulífsins 2019 en á fjórða hundrað stjórnenda tóku þátt í deginum sem hefur fest sig í sessi sem mikilvægur umræðuvettvangur atvinnulífsins um umhverfismálin.

Sjáumst að ári, miðvikudaginn 14. október 2020 í Norðurljósasal Hörpu kl. 8.30-12!


SJÓNVARP ATVINNULÍFSINS