Umbætur gætu minnkað atvinnuleysi um 3%

Í nýrri efnahagsspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að finna ítarlega umfjöllun um evrópskan vinnumarkað og mögulegan ávinning af umbótum í átt til aukins sveigjanleika. Áherslan er einkum á meginland Evrópu, þar sem sveigjanleiki er lítill. Í því sambandi nefnir IMF m.a. háar atvinnuleysisbætur, mikla uppsagnarvernd og hátt skatthlutfall, sem allt stuðli að kerfisbundnu atvinnuleysi. Atvinnuleysið sé mun hærra á meginlandi Evrópu en í Bandaríkjunum þar sem vinnumarkaðurinn er mun sveigjanlegri. Þá hafi verið gerðar verulegar umbætur í átt til aukins sveigjanleika í Bretlandi og Hollandi og í þeim löndum sé atvinnuleysið minna en víðast hvar á meginlandi Evrópu.

Umbætur gætu minnkað atvinnuleysi um 3%
IMF kemst að þeirri niðurstöðu að ef gerðar yrðu umbætur á evrópskum vinnumarkaði sem gerðu hann samkeppnishæfan við þann bandaríska myndi atvinnuleysi minnka verulega, eða um 3% á evrusvæðinu. Fjárfestingar og neysla myndu aukast um 5%.

Hægt er að nálgast efnahagsspánna í heild á heimasíðu IMF