Tveir á móti einum

Árið 2050 stefnir í að það verði tveir Íslendingar á vinnumarkaði fyrir hvern ellilífeyrisþega. Íslenska þjóðin er að eldast en í dag eru fimm Íslendingar á vinnumarkaði fyrir hvern ellilífeyrisþega. Þessi þjóðfélagsbreyting sem nú er hafin er í raun ávísun á miklar breytingar á fjölmörgum sviðum. Fjallað verður um þær í opinni dagskrá aðalfundar SA á Hótel Nordica 17. apríl kl. 14:00-16:30. Þar verður m.a. kynnt ný könnun Capacent Gallup á viðhorfum íslensku þjóðarinnar til framtíðarinnar. Þá mun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, rýna í framtíðina ásamt völdum álitsgjöfum. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.