Tryggingagjald ætti að lækka um 0,75% um áramótin

Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu í dag kemur fram að tryggingagjald lækki um 0,1% um áramótin. Í tilkynningu ráðuneytisins vantar hins vegar upplýsingar um að samkvæmt forsendum samkomulags aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnar Íslands vegna undirritunar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí 2011 hefði gjaldið getað lækkað um 0,75% í takt við minnkandi atvinnuleysi og rúma fjárhagsstöðu Atvinnuleysistryggingasjóðs.

Lækkuninni var ætlað að standa undir hluta af umsömdum hækkunum launa um 3,25% þann 1. febrúar nk. Launagreiðendur á Íslandi þurfa því að borga aukalega um 6 milljarða króna á árinu 2013 til ríkisins sem verður til þess að svigrúm til að hækka laun minnkar, færri verða ráðnir í ný störf og líkur eru á því að verðbólga hjaðni ekki eins og til stóð.

Tengt efni:

Umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2, 27. desember 2012