Tollurinn með námskeið fyrir viðurkennda rekstraraðila

Miðvikudaginn 31. október kl. 10.00 verður haldið erindi á vegum Tollstjóra um AEO-kerfið. AEO stendur fyrir "Authorised Economic Operators" og hefur verið nefnt viðurkenndir rekstraraðilar á íslensku. Viðurkenndir aðilar geta verið inn- og útflytjendur, framleiðendur, farmflytjendur, farmmiðlarar, tollmiðlarar, rekstraraðilar hafna og flugvalla o.fl. aðilar. Fyrirlesari verður Karl Larsson, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðatollastofnunarinnar.

Yfirlit yfir starfsferil Karls má nálgast hér.

Meginmarkmið AEO eru að auka öryggi vörukeðja viðkomandi rekstraraðila og um leið öryggi alþjóðlegu vörukeðjunnar, jafnframt því að greiða fyrir viðskiptum. AEO gengur út á að samtvinna öryggissjónarmið og sjónarmið sem lúta að því að greiða fyrir viðskiptum.

Ávinningur á að felast í hraðari tollafgreiðslu, m.a. vegna minnkaðs hlutfalls sendinga sem eru tollskoðaðar. Regluverkið á að stuðla að fyrirsjáanleika og samkvæmni og draga úr kröfum um margþætta og jafnvel flókna skýrslugerð. Ætla má að ávinningur geti falist í viðurkenningunni sjálfri og að AEO-staða geti talist vera gæðamerki. Að slík fyrirtæki séu talin traust og eftirsótt að eiga viðskipti við þau. Þetta getur skipt æ meira máli ef AEO nær útbreiðslu.

Þeir rekstraraðilar sem hafa áhuga á að kynna sér AEO-kerfið nánar eru vinsamlega beðnir um að skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á elvar.arason@tollur.is. Vinsamlega skráið þátttöku eigi síðar en föstudaginn 26. október.

Námskeiðið fer fram á Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2 og stendur yfir milli 10 til 11. Kynningin er ókeypis.

Nánari upplýsingar um AEO-kerfið er að finna hér.