Tillögur ESB um útstreymi frá flugi eru óhóflega dýrar og brengla samkeppni

Tillögur ESB komu fram í lok síðasta árs og þá var bent á það á vef  Samtaka atvinnulífsins að áhrif á íslenskt efnahagslíf yrðu líklega meiri en annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Ástæðan er sú að með því að úthluta flugfélögum útstreymiskvótum sem byggja á meðalútstreymi mörgum árum fyrr mun leiðir til þess að verð flugmiða hækkar og afkoma flugfélaga versnar. Framkvæmdastjórn ESB vonast til að tillögur hennar fari fyrir Evrópuþingið í nóvember á þessu ári og geti orðið að lögum á næsta ári eða 2009. Tilskipunin á að taka gildi 2011 innan ESB og 2012 fyrir flug til og frá ESB.

Útstreymistilskipunin hefur enn ekki verið tekið inn í EES samninginn en vinna að aðlögun tilskipunarinnar mun vera á lokastigi. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld hafi í huga hina gríðarmiklu hagsmuni sem tengjast alþjóðlegum flugsamgöngum til og frá landinu við þessa aðlögun. Í raun eru engar aðrar samgönguleiðir til og frá landinu og oft þarf tvö flug til að komast áfangastað. Ferðaþjónusta og vöruflutningar til og frá landinu munu gjalda. Auk þess geta tillögur ESB haft áhrif á samkeppnisstöðu alþjóðaflugvallarins í Keflavík sem miðstöð fyrir flug milli Bandaríkjanna og Evrópu.
Ferðaþjónusta og vöruflutningar til og frá landinu munu gjalda.

Evrópusamband flugfélaga kynnti í gær óháða skýrslu um áhrif þessara fyrirætlana ESB á flugsamgöngur. Sambandið leggst ekki gegn því að flug verði fellt undir kvótakerfi ESB en í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjórn byggi tillögur sínar á óraunhæfum forsendum og í þeim felist hættulegt vanmat á viðtækum áhrifum þeirra á flugsamgöngur í Evrópu. Afleiðingar af því að tillögurnar nái fram að ganga verði bæði hærra verð á flugmiðum en ekki síður aukist kostnaður flugfélaganna varlega áætlað um 4 milljarða evra á ári. Þetta muni hafa áhrif á fjárhagslegan styrk flugfélaganna og heildarhagnaður þeirra getur dregist saman um 40 milljarða evra á tímabilinu 2011-22. Geta þeirra til að fjárfesta í nýrri tækni til að draga úr mengun og hávaða verði mun minni en ella. Umhverfislegur ávinningur er því deginn í efa. Bent er á að tillögurnar hafi mjög misjöfn áhrif eftir svæðum og sérstaklega verði fyrir barðinu lönd og svæði í útjaðri ESB (EES). Samkeppnisstaða evrópskra flugfélaga verði mun verri en hjá alþjóðlegum keppinautum sem einungis þurfi að bera þennan kostnað fyrir þann hluta leiðakerfisins sem tengist Evrópu. Lagt er til að tekið verði á þessum málum innan Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (IACO)


 

Pistill á vef SA frá því í desember er hér.
Tillögur framkvæmdastjórnar ESB eru hér.
Vefur Evrópsambands flugfélaga er hér