Þýskur gestur á aðalfundi SA
Á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins þann 29. apríl nk. verður flutt erindi um orsakir þýska efnahagsvandans. Erindið flytur Ottheinrich von Weitershausen, yfirhagfræðingur BDA, þýsku samtaka atvinnulífsins. Kemur hann í stað Dietmars Heise, stjórnarmanns í BDA, sem forfallaðist en hafði áður verið auglýstur sem ræðumaður á fundinum.
Ósveigjanlegur vinnumarkaður
Ósveigjanlegur vinnumarkaður er í brennidepli í þýskri
stjórnmálaumræðu, en mikið atvinnuleysi og stöðnun í þýsku
efnahagslífi eru að mörgu leyti rakin til þess stífa regluumhverfis
sem þýskum fyrirtækjum er búið. Erindi von Weitershausens verður
þannig í beinu samhengi við efni skýrslunnar Bætum
lífskjörin!, sem Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, kynnir á
aðalfundinum. Þar er fjallað um leiðir til lífskjarabóta með
kerfisumbótum og m.a. lögð áhersla á mikilvægi sveigjanleika á
vinnumarkaði og á lágmörkun á reglubyrði.