Þróunarsjóður EFTA - kynning miðvikudag

Utanríksráðuneytið, Útflutningsráð og Euro Info skrifstofan boða til morgunverðarfundar kl. 8:15 miðvikudaginn 18. maí á Grand Hótel Reykjavík til að kynna tækifæri til þátttöku í verkefnum styrktum af þróunarsjóði EFTA. Sjá nánar á vef Útflutningsráðs.