Þriggja mínútna þögn á vinnustöðum

Evrópusamtök aðila vinnumarkaðarins hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hryðjuverkin í Bandaríkjunum eru harðlega fordæmd og fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra vottuð virðing. Samtök atvinnulífsins hvetja landsmenn til þess að taka þátt í þriggja mínútna þögn föstudaginn 14. september kl. 10:00 að íslenskum tíma, vegna fórnarlamba hryðjuverkanna.