Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri Starfs

Þorsteinn Fr. Sigurðsson lög- og rekstrarhagfræðingur hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Starfs - vinnumiðlunar og ráðgjafar ehf. sem er samstarfsfyrirtæki Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um tilraunaverkefni ASÍ og SA um aukna þjónustu við atvinnuleitendur.

Þorsteinn Fr.Markmið fyrirtækisins er að auðvelda atvinnuleitendum að fá störf að nýju á vinnumarkaði með því að byggja upp náið samstarf við stéttarfélögin um eflingu atvinnumiðlunar við þá félagsmenn sem eru í atvinnuleit og stuðla að virkari vinnumarkaðsaðgerðum til að auka líkurnar á því að þeir finni nýtt starf.

Þorsteinn gengdi síðast starfi framkvæmdastjóra Stjórnlagaráðs/þings og  þjóðfundar 2010 á vegum Alþingis. Áður var hann framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta í 18 ár og rekstrarráðgjafi þar á undan. Þorsteinn hefur tvöfalda B.A. gráðu í viðskiptafræðum frá Memphis-háskóla í Memphis í Bandaríkjunum, MIM/MBA gráðu frá Thunderbird - School of Global Management í Phoenix í Bandaríkjunum og meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.