Þorgerður Katrín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefur látið af störfum fyrir Samtök atvinnulífsins, en hún lýsti yfir framboði til Alþingis í gær fyrir hönd Viðreisnar. Þorgerður kom til starfa fyrir Samtök atvinnulífsins vorið 2013 en hún hefur gengt starfi forstöðumanns mennta- og nýsköpunarsviðs samtakanna. Samtök atvinnulífsins þakka Þorgerði fyrir öflugt starf í þágu menntunar og nýsköpunar innan atvinnulífsins og óska henni velfarnaðar.