Þór Sigfússon kjörinn formaður SA

Á aðalfundi SA 18. apríl 2008 var Þór Sigfússon kjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins. Kosningin fór fram með rafrænum hætti og var þátttaka góð. Þór var rétt kjörinn formaður starfsárið 2008-2009 með 94% greiddra atkvæða. Þór tekur við formennsku af Ingimundi Sigurpálssyni. Ingimundur var fyrst kjörinn formaður SA á aðalfundi samtakanna árið 2003 og tók þá við að Finni Geirssyni sem gegnt hafði formennsku frá stofnun Samtaka atvinnulífsins í september 1999.

Þór Sigfússon og Ingimundur Sigurpálsson