Þetta þarf ekki að vera svona

Það er löngu tímabært að bregðast við og breyta hlutunum. 15 þúsund eru án vinnu, þriðja hvert heimili hefur orðið fyrir barðinu á atvinnuleysi frá hruni, langtímaatvinnuleysi hefur fjórfaldast milli ára og þúsundir hafa flúið land - okkar besta fólk er að fara. Þetta þarf ekki að vera svona. Með því að fara atvinnuleiðina og hleypa fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum af stað getur rofað skyndilega til. Atvinnuleiðin er fær eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi SA. Horfðu á atvinnuleiðina.