Þekkingardagurinn 2011: ESB - áskoranir og tækifæri fyrir atvinnulífið

Íslenski þekkingardagurinn 2011 verður haldinn fimmtudaginn 24. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 13:00-18:00. Félag viðskipta- og hagfræðinga stendur fyrir ráðstefnunni í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Leitað verður svara um áhrif mögulegrar aðildar Evrópusambandsins á vinnumarkaðinn og atvinnulíf á Íslandi.

Fjölmargir fyrirlesarar munu m.a. fjalla um líkleg áhrif aðildar á kaupmátt, launaþróun og gerð kjarasamninga. Er ætlunin að meta þau áhrif í samhengi við ýmsa aðra þætti atvinnulífsins.

Forseti Íslands mun afhenda þekkingarverðlaun FVH. Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunna 2011, Icelandair, Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samherji. Dómnefnd hefur verðmætasköpun að leiðarljósi við val sitt. Þá verður viðskipta- eða hagfræðingur ársins verðlaunaður.

Félagsmönnum SA býðst að taka þátt fyrir kr. 6.450 en almennt verð er kr. 12.900.  (Setjið SA í athugasemd í skráningu til að njóta vildarkjara).

Nánari upplýsingar á skráning á vef FVH