Telur botninum náð

"Ég hef fulla trú á að botninum sé náð og við getum komist út úr þessu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við mbl.is. "Ég tel að gengið fari ekki lengra niður á við. Það er lítið sem ekkert lánsfé að koma inn í landið og á meðan eru menn að reyna að standa í skilum vegna lána. Þetta verður mjög erfitt. Við þurfum allir að leita leiða til að komast upp úr þessu," segir Vilhjálmur.

Á ruv.is er haft eftir Vilhjálmi að gengi krónunnar sé orðið svo lágt að hún sé hætt að virka fyrir atvinnulífið. Allar forsendur séu til þess að botninum sé náð í falli krónunnar. Einnig var rætt við Vilhjálm í kvöldfréttum Sjónvarps.

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar eiga nú í viðræðum um leiðir út úr efnahagsvandanum og má búast við stífum fundarhöldum í nánu samráði við ríkistjórnina.

Sjá nánar:

Frétt mbl.is

Frétt ruv.is

Frétt Sjónvarps