Taktu mynd af þinni verðmætu sköpun og sendu SA

Á hverjum virkum degi  eru sköpuð verðmæti á Íslandi fyrir um sex milljarða króna. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins gegna mikilvægu hlutverki í þeirri sköpun en innan raða SA eru um 2.000 fyrirtæki þar sem starfar um helmingur launamanna á Íslandi. Í tilefni aðalfundar SA 2010 viljum við festa verðmætasköpun atvinnulífsins á mynd og sýna úr hverju stoðir íslensks atvinnulífs eru gerðar.

Samtök atvinnulífsins hvetja því alla félagsmenn SA til að taka mynd af sinni verðmætu sköpun og sýna með því framlag fyrirtækisins til sex milljarða daglegrar verðmætasköpunar þjóðarinnar.

Síðasti dagur til að skila inn myndum er 19. mars.

Myndirnar verða til sýnis á aðalfundi SA sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica - miðvikudaginn 21. apríl - á síðasta degi vetrar.

Nánari upplýsingar veitir Hörður Vilberg í síma 591-0005 en myndir má senda á netfangið hordur@sa.is  ásamt stuttri lýsingu.