Efnahagsmál - 

20. maí 2010

Tæplega helmingur lána til fyrirtækja í skilum hjá Íslandsbanka

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tæplega helmingur lána til fyrirtækja í skilum hjá Íslandsbanka

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, birti í morgun á opnum fundi Samkeppniseftirlitsins yfirlit yfir lán Íslandsbanka til fyrirtækja. Athygli verkur að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður í atvinnulífinu er tæpur helmingur lána bankans til fyrirtækja, eða 46%, í skilum. Þá eru 41% lánanna í endurskipulagningu en markmið Íslandsbanka er að fyrirtækin geti staðið í skilum að henni aflokinni. Aðeins 4% lána Íslandsbanka til fyrirtækja eru í vanskilum en 9% eru á athugunarlista.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, birti í morgun á opnum fundi Samkeppniseftirlitsins yfirlit yfir lán Íslandsbanka til fyrirtækja. Athygli verkur að þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður í atvinnulífinu er tæpur helmingur lána bankans til fyrirtækja, eða 46%, í skilum. Þá eru 41% lánanna í endurskipulagningu en markmið Íslandsbanka er að fyrirtækin geti staðið í skilum að henni aflokinni.  Aðeins 4% lána Íslandsbanka til fyrirtækja eru í vanskilum en 9% eru á athugunarlista.

Nettóvirði heildarlánasafns Íslandsbanka til fyrirtækja nam í lok síðasta árs 306 milljörðum króna. Athyglisvert er að skoða stöðu lána til fyrirtækja eftir greinum en sjávarútvegsfyrirtæki standa sig áberandi best. Í sjávarútvegi eru 82% lána í skilum, 10% í endurskipulagningu, 8% eru á athugunarlista og vanskil engin.

Smellið á myndina til að stækka

Fjárfestingarfélög standa áberandi verst en hjá þeim eru aðeins 15% lána í skilum og 77% í endurskipulagningu. Hvað varðar fasteignafélög eru 48% lána í skilum, 37% eru í endurskipulagningu, 11% á athugunarlista og aðeins 4% í vanskilum.

Þegar horft er til annarra félaga eru 36% lána Íslandsbanka til fyrirtækja í skilum, 49% í endurskipulagningu og aðeins 5% í vanskilum.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir þessar tölur gefa til kynna að ástandið í atvinnulífinu sé þrátt fyrir allt heldur betra en áður var talið og í ljósi þess að það eru fjárfestingarfélög sem standi verst íslenskra fyrirtækja megi ætla að neikvæð áhrif á vinnumarkaðinn verði minni en ef um hefði verið að ræða rekstarfélög.

Sjá nánar:

Glærur Birnu frá fundi Samkeppniseftirlitsins (PDF)

Tengt efni af vef SA:

Hægagangur í úrlausn skuldavanda framlengir kreppuna og tefur endurreisn

Óþarft að auka valdheimildir Samkeppnisstofnunar til að skipta upp fyrirtækjum

Samtök atvinnulífsins