SVÞ hvetja félagsmenn til að taka þátt í könnun SA

SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hvetja félagsmenn til að taka þátt í könnun SA sem nú stendur yfir um afstöðu SA til aðildar að ESB og upptöku evru. Í bréfi til félagsmanna, hvetur Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ, félagsmenn til að íhuga vel sína afstöðu og nota sinn atkvæðisrétt.

Í bréfinu segir Hrund m.a.: "Íslenskt atvinnulíf hefur sennilega aldrei staðið frammi fyrir eins risavöxnum vandamálum og núna og ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu er mikilvægasta forsenda þess hvaða leið verður fetuð og hvaða möguleika við eigum til endurreisnar. Til að taka réttar ákvarðanir þarf forysta atvinnulífsins að hafa skýrt umboð fyrirtækja landsins."

Í bréfinu segir Hrund að engin ákvörðun um breytingu á formlegri afstöðu SA hafi verið tekin - könnun SA sé ætlað að kanna hug félagsmanna til málsins en það sé stjórnar SA að taka ákvörðun um hvort breyta skuli stefnu Samtaka atvinnulífsins gagnvart ESB.

Sjá nánar:

Bréf formanns SVÞ (PDF)