Sviptivindar fyrr og nú

Ekkert spor í íslenskri atvinnusögu hefur verið íslensku þjóðinni jafn farsælt og stóriðjustefnan sem mörkuð var þegar álverið í Straumsvík var reist fyrir tæpum fjórum áratugum. Átökin um Kárahnjúka nú eru þó eins og skátafundur miðað við gauraganginn fyrir 40 árum. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Halls Hallssonar sagnaritara, sviptivindar fyrr og nú, á Orkulindinni Ísland, ráðstefnu SA, SI og Samorku um gildi ál- og orkuframleiðslu á Íslandi. Hallur Hallsson vinnur að ritun sögu Ísal.

Sjá erindi Halls Hallsonar.