27. Maí 2022

Svipmyndir frá aðalfundi Samtaka atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Svipmyndir frá aðalfundi Samtaka atvinnulífsins

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fór fram þann 24.maí sl. Á fundinum var Eyjólfur Árni Rafnsson endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins. Auk þess urðu breytingar á stjórn samtakanna þegar sjö nýir stjórnarmenn tóku sæti. Hér að neðan má líta svipmyndir frá aðalfundinum.

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, stýrði fundinum.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, ávarpaði fundinn og fór yfir skýrslu stjórnar.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtakanna, fór yfir ársreikning SA og starfsemi samtakanna á liðnu starfsári.

Samtök atvinnulífsins