Svana Helen Björnsdóttir nýr formaður SI

Svana Helen Björnsdóttir á Iðnþingi 2012

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins sem fór nýverið fram var Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika, kjörin formaður SI. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns samtakanna. Svana tekur við af Helga Magnússyni, sem hefur verið formaður Samtaka iðnaðarins síðastliðin 6 ár.

Í framboði til formanns SI auk Svönu var Haraldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Furu. Svana sem fékk 94.440 atkvæði eða 58,6% greiddra atkvæða. Svana Helen verður því formaður SI til Iðnþings 2013.

Fréttir af aðalfundi SI og Iðnþingi 2012 má nálgast á vef SI