Svafa Grönfeldt ræðir um leiðtoga 11. janúar

Fimmtudaginn 11. janúar næstkomandi fer fram á Hótel Nordica námsstefna um konur og stjórnun fyrirtækja. Nýr rektor Háskólans í Reykjavík, Svafa Grönfeldt, er meðal þeirra sem þar stíga á stokk en Svafa mun ræða um leiðtoga og hlutverk þeirra. Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON, mun ræða um konur og stjórnarsetu og öflugar konur munu ræða um konur og stjórnun ásamt því að segja eigin reynslusögur. Þær eru Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsbanka, Hafdís Jónsdóttir, aðstoðar-framkvæmdastjóri Lauga, Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Sögu og Steinunn Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Glitnis í London. Námsstefnan er bæði ætluð konum og körlum. Nánari dagskrá auglýst síðar. Hægt er að skrá sig hér.