Sumarvinnuverðlaun SHÍ og SA

Stúdentaráð Háskóla Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum mánuðum hvatt fyrirtæki til að ráða háskólanema í vinnu yfir sumartímann. Markmiðið er að skapa mikilvæga tengingu stúdenta við atvinnulífið til framtíðar sem er öllum til hagsbóta. Viðurkenning verður veitt þeim fyrirtækjum sem ráða til sín flesta stúdenta í vinnu.  

Til þess að taka þátt þarf aðeins að senda inn tölur yfir fjölda stúdenta sem ráðnir eru í vinnu þegar ráðningum fyrir sumarið er lokið. Verðlaunin verða svo veitt í lok sumars. Stúdentar hvetja einnig fyrirtæki til þess að auglýsa störf sem eru laus til umsóknar á  www.studentamidlun.is en þau fyrirtæki sem taka þátt í átakinu auglýsa frítt.

Samstarf SA og Stúdentaráðs hófst í ársbyrjun 2011 en Arion banki fékk sérstaka heiðursviðurkenningu Stúdentaráðs fyrr á árinu fyrir að hafa ráð til sín flesta stúdenta yfir árið 2011. Bankinn réði alls til sín 158 stúdenta, þar af voru 131 stúdentar sem fengu vinnu yfir sumarið og 27 stúdentar sem fengu hlutastörf yfir veturinn. Jónas Hvannberg, starfsmannstjóri Arion banka tók við heiðursviðurkenningunni á Háskólatorgi HÍ við hátíðlega athöfn.

Arion banki fékk heiðursviðurkenningu SHÍ