Vinnumarkaður - 

29. september 2003

Stytting náms til stúdentsprófs

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stytting náms til stúdentsprófs

Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, hefur lagt fram skýrslu verkefnisstjórnar þar sem metin eru áhrif styttingar námstíma til stúdentsprófs eru metin og nokkrum hugmyndum um mögulega útfærslu styttingar varpað fram. Í skýrslunni er lagt til að námstími til stúdentsprófs á framhaldsskólastigi verði styttur um eitt ár. Til að mæta auknu kennsluálagi innan skólaársins yrði kennsludögum fjölgað um tíu skv. þeim tillögum sem koma fram í skýrslunni. Sjá nánar á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.

Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, hefur lagt fram skýrslu verkefnisstjórnar þar sem metin eru áhrif styttingar námstíma til stúdentsprófs eru metin og nokkrum hugmyndum um mögulega útfærslu styttingar varpað fram. Í skýrslunni er lagt til að námstími til stúdentsprófs á framhaldsskólastigi verði styttur um eitt ár. Til að mæta auknu kennsluálagi innan skólaársins yrði kennsludögum fjölgað um tíu skv. þeim tillögum sem koma fram í skýrslunni. Sjá nánar á heimasíðu menntamálaráðuneytisins.

Stefna Samtaka atvinnulífsins
Samtök atvinnulífsins fagna því að hreyfing sé að komast á þetta mál, sem verið hefur eitt helsta stefnumál samtakanna í menntamálum. Samtökin hafa ítrekað bent á það þjóðhagslega hagræði sem í slíkri breytingu væri fólgið og jafnframt hafa SA bent á að hagsmunir atvinnulífsins af sumarvinnu skólafólks standa ekki í vegi fyrir lengingu skólaársins í þessu skyni, sé það gert fyrri hluta sumars. Stefna SA hefur raunar verið sú að jafnframt bæri að fækka árum í grunnskóla um eitt og stytta þannig námstíma til stúdentsprófs um alls tvö ár, en samtökin fagna vissulega hverjum áfanga á þeirri leið.

Sjá skýrsluna Bætum lífskjörin!, frá apríl 2003.

Sjá menntakaflann í Áherslum atvinnulífsins, frá maí 2001.

Samtök atvinnulífsins