Menntamál - 

03. Febrúar 2004

Styrkir vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Styrkir vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu

Starfsmenntaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Auglýst er eftir umsóknum til verkefna í eftirfarandi tveimur flokkum:

Starfsmenntaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Auglýst er eftir umsóknum til verkefna í eftirfarandi tveimur flokkum:

1. Ný tækifæri til náms, með sérstakri áherslu á nám í verk- og tæknigreinum 
Verkefni sem tengjast námi í verk- og tæknigreinum njóta forgangs. Sérstaklega er litið til verkefna sem stuðla að auknum tækifærum fyrir þá sem litlu námi hafa lokið innan hins formlega skólakerfis og hvetja sérstaklega ófaglærða, ungt fólk, atvinnulausa og erlent starfsfólk til náms sem eykur möguleika þess á vinnumarkaði.

2. Ferðaþjónusta og útivist
Ferðaþjónusta og útivist hafa verið hratt vaxandi þáttur í íslensku atvinnulífi og útlit fyrir að svo verði áfram. Vaxandi eftirspurn er innan þessara greina eftir  sérþekkingu á ákveðnum sviðum, í því skyni að auka gæði þjónustunnar, fagmennsku og öryggi.  Nýsköpunarverkefni njóta forgangs.

Frestur til að sækja um styrk er til 12. mars 2004 og eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Starfsmenntaráðs. Til úthlutunar eru 55 milljónir króna.

Rétt til að sækja um styrk eiga:
Samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök fyrirtæki, einkaaðilar eða opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnugreina og samstarfsverkefni á vegum tveggja eða fleiri framangreindra aðila. Umsóknir frá skólum koma aðeins til greina þegar um er að ræða samstarf við framangreinda aðila, einn eða fleiri.

Sjá nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á vef Starfsmenntaráðs.

Samtök atvinnulífsins