Styrkir vegna starfsmenntunar 2003
Starfsmenntaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Auglýst er eftir umsóknum til verkefna sem tengjast:
1. Ný tækifæri til náms
Verkefni sem auka tækifæri og hvetja einstaklinga til náms ásamt
því að efla frumkvæði einstaklinga sem fyrirtækja til aðgerða gegn
atvinnuleysi. Frumkvöðlastarfsemi nýtur forgangs ásamt
starfsmenntun á landsbyggðinni.
2. Náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu
Betra aðgengi að náms- og starfsráðgjöf fyrir fyrirtæki og
einstaklinga, atvinnulausa jafnt sem starfandi, stuðlar að öflugri
upplýsingagjöf og vandaðri ákvarðanatöku, einstaklingum og
atvinnulífinu til hagsbóta.
3. Stuttar starfsmenntabrautir
Þörf er á að skipuleggja 1 - 2 ára starfsmenntabrautir byggðar á
starfsþjálfun og sérhæfingu á vinnustað studdri með
námskeiðum. Að stuttar starfsmenntabrautir verði skilgreindar
og unnið að því að þær verði metnar á formlegan hátt og fái þannig
opinbera viðurkenningu
Til úthlutunar eru 50 milljónir. Umsóknarfrestur er til 12. mars 2003
Rétt til að sækja um styrk eiga:
Samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök fyrirtæki, einkaaðilar
eða opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmenntun í
atvinnulífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnugreina og
samstarfsverkefni á vegum tveggja eða fleiri framangreindra
aðila. Umsóknir frá skólum koma aðeins til greina þegar um er
að ræða samstarf við framangreinda aðila, einn eða fleiri.
Sjá nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á heimasíðu Starfsmenntaráðs. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi.