Styrkir til íslenskukennslu starfsmanna

Samtök atvinnulífsins minna félagsmenn sína á að frestur til að sækja um styrki til íslenskukennslu starfsmanna haustið 2007 rennur út 7. september. Sækja verður um styrkina til menntamálaráðuneytisins en þetta er í annað sinn sem ráðuneytið veitir slíka styrki. Í mars síðastliðnum voru veittir styrkir til 60 aðila til að halda námskeið fyrir samtals 3.360 nemendur og var fjöldi fyrirtækja og stofnana í þeim hópi. Sjá nánar á vef menntamálaráðuneytisins