Styrkir til að efla gæði starfsmenntunar


Starfsmenntaráð auglýsir um þessar mundir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem stuðla að auknum gæðum starfsmenntunar. Alls verður 20 milljónum króna varið til slíkra verkefna. Dæmi um styrkhæf verkefni geta verið þjálfun leiðbeinenda í starfsmenntun, þekkingarstjórnun fyrirtækja, gæðastjórnun í starfsmenntun og náms- og starfsráðgjöf. Sérstaklega er hvatt til samstarfs ólíkra aðila að verkefnum. Umsóknarfrestur rennur út 29. mars og eingöngu er tekið á móti umsóknum á rafrænu formi. Sjá nánar á heimasíðu starfsmenntaráðs.