Efnahagsmál - 

18. Nóvember 2008

Stýrivextir of háir (1)

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stýrivextir of háir (1)

Fjallað er um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málefnum Íslands í Fréttablaðinu í dag. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að málið sé í höfn en gerir athugasemd við að stýrivextir skuli vera átján prósent og auk þess sé opnað fyrir frekari hækkun þeirra. "Þetta er óþarfi en ég reikna ekki með frekari hækkunum enda tel ég þær ekki nauðsynlegar." Vilhjálmur segir hægt að beita öðrum aðferðum svo gengi krónunnar hækki. Auk aðgerða samkvæmt samkomulaginu við IMF þurfi erlendir kröfuhafar bankanna að eignast í þeim hluti.

Fjallað er um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málefnum Íslands í Fréttablaðinu í dag. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar því að málið sé í höfn en gerir athugasemd við að stýrivextir skuli vera átján prósent og auk þess sé opnað fyrir frekari hækkun þeirra. "Þetta er óþarfi en ég reikna ekki með frekari hækkunum enda tel ég þær ekki nauðsynlegar." Vilhjálmur segir hægt að beita öðrum aðferðum svo gengi krónunnar hækki. Auk aðgerða samkvæmt samkomulaginu við IMF þurfi erlendir kröfuhafar bankanna að eignast í þeim hluti.

"Það þarf að semja frið við erlenda lánardrottna og gera þá að eigendum að bönkunum. Þeir hafa bæði afl og getu til að þjóna íslenskum viðskiptavinum, hvort heldur er fyrirtækjum, hinu opinbera eða heimilunum, og ef þetta tvennt gengur eftir tel ég að það sé kominn grundvöllur fyrir að gengi krónunnar muni hækka," segir Vilhjálmur í samtali við blaðið.

Lánsumsókn Íslands verður tekin fyrir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember. Ríkisstjórn Íslands hefur birt áætlun Íslands um efnahagsstöðugleika í tengslum við aðstoð IMF og má nálgast hana hér að neðan af vef forsætisráðuneytis á íslensku og ensku. Áætlunin var kynnt á Alþingi í gær þar sem hún verður tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sjá nánar á vef forsætisráðuneytis:

Áætlun Íslands um efnahagsstöðugleika - umfjöllun

Áætlunin í heild

Upplýsingavefur um áætlunina 

Upplýsingar á ensku á vef forsætisráðuneytis:

The Icelandic Government's program with the IMF

Samtök atvinnulífsins