Stýrivextir lækki í 8%

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við fréttastofu Útvarps  að háir stýrivextir Seðlabankans hafi skaðað íslenskt efnahagslíf og jafnframt gert stöðuna mun verri. Lækka þurfi stýrivextina verulega eða í 8%. Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru nú 15,5%.

Vilhjálmur telur að Íslendingar komist í gegnum kreppuna án þess að bíða langvarandi skaða en uppstokkun í bankakerfinu valdi fyrirtækjum miklum vandræðum. Í frétt Morgunblaðsins segir Vilhjálmur nauðsynlegt að tryggja fyrirtækjum aðgang að eðlilegri bankaþjónustu til að rekstur fyrirtækja verði ekki fyrir varanlegum truflunum.

Smellið hér til að hlusta á frétt RÚV