Fréttir - 

08. apríl 2001

Stuðlað að verðskyni í evrum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stuðlað að verðskyni í evrum

Fulltrúar nokkurra samtaka atvinnulífs og neytenda innan ESB hafa gert með sér samning um verðmerkingar í evrum samhliða verðmerkingum í gjaldmiðlum hvers ríkis frá og með september nk., til að stuðla að verðskyni og auðvelda smásölunni að undirbúa sig fyrir það að evran fer í umferð um næstu áramót, og hamla þannig gegn verðlagsbreytingum í kjölfarið.

Fulltrúar nokkurra samtaka atvinnulífs og neytenda innan ESB hafa gert með sér samning um verðmerkingar í evrum samhliða verðmerkingum í gjaldmiðlum hvers ríkis frá og með september nk., til að stuðla að verðskyni og auðvelda smásölunni að undirbúa sig fyrir það að evran fer í umferð um næstu áramót, og hamla þannig gegn verðlagsbreytingum í kjölfarið.


Að samningnum standa m.a. Evrópusamtök lítilla og meðalstórra fyrirtækja, ferðaþjónustu og neytenda. Samkvæmt honum skuldbinda fyrirtæki í smásölu sig til þess að hefja verðmerkingar í evrum samhliða viðkomandi gjaldmiðlum frá og með september 2001, en á meira áberandi hátt. Jafnframt skuldbinda þau sig til að gera sitt ítrasta til að tryggja verðstöðugleika í kjölfar þess að evran fer í umferð. Neytendasamtök munu samkvæmt samningnum hvetja neytendur til þess að temja sér greiðslur í evrum strax eftir áramót og saman lýsa aðilar samningins yfir markmiðinu "nýr gjaldmiðill, stöðugt verðlag."

Sjá nánar á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB.

Samtök atvinnulífsins