Stórfundur um atvinnumál í fyrramálið

Um 300 stjórnendur úr íslensku atvinnulífi, stjórnmálamenn, fulltrúar sveitarfélaga, ríkisstofnana og verkalýðshreyfingar, hafa boðað komu sína á opinn fund SA í fyrramálið, föstudaginn 12. mars, um stöðu atvinnumála og nauðsynlegar aðgerðir. Fundurinn fer fram á Hótel Nordica kl. 8:30-10:00. Áhugasamir eru hvattir til að slást í hópinn og skrá sig nú þegar en skráningu lýkur í dag.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ flytja erindi á fundinum. Í kjölfarið fara fram umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri er Vilmundur Jósefsson, formaður SA.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU