Stolið fyrir tvo milljarða á ári
Óþekkt rýrnun í íslenskum verslunum er talin vera á fjórða
milljarð króna á ári, eða um 1,75% veltu. Þar af er áætlað að
stolið sé fyrir um tvo milljarða króna. Þetta kom fram í
erindi Emils B. Karlssonar hjá SVÞ, á ráðstefnu samtakanna um
rýrnun í verslunum. Sjá glærur
Emils.