Stjórnvöld skapi atvinnulífinu hagstæð skilyrði

Það er undir ríkisstjórninni komið hvort hægt verður að gera kjarasamninga á vinnumarkaðnum til þriggja ára eins og að er stefnt. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu RÚV. Koma þurfi fjárfestingum af stað til að atvinna aukist og þar með tekjur fólks. "Þetta er meginmarkmiðið og þetta gerist ekki nema að ríkisstjórnin og Alþingi komið að málum og skapi þannig starfsskilyrði að þetta geti gerst."

Viðræður um launalið nýrra samninga hefjast í vikunni og er vonast til þess að þær verði komnar langt í næstu viku. Samhliða þarf að ná efnislegri niðurstöðu í viðræðum við ríkisstjórnina. " Vonandi gæti það gerst á næstum tveimur vikum þannig að við værum að nálgast lausn á næstu tveimur til þremur vikum þannig að um miðjan mánuðinn ætti þetta allt saman að vera klárt," segir Vilhjálmur.

Sjá nánar:

Frétt RÚV 1. mars 2011 - smelltu til að hlusta